Leikurinn er hið eðlilega tjáningarform barnsins og hann er jafnframt aðal þekkingar- og námsleið barnsins. Leikurinn er skapandi og endurspeglar reynslu, þekkingu og tilfinningar barnsins. Leikurinn gefur barninu betri innsýn í lífið og tilveruna, í gegnum leikinn glímir barnið við umhverfi sitt og daglegt líf. Í leik lærist samvinna og samskipti, að deila með öðrum og skiptast á.
Stór hluti af daglegu starfi í Steinahlíð fer fram utandyra. Hér hafa börnin tækifæri leika sér í náttúrulegu umhverfi, klifra í trjám, ganga á þúfum og leika sér í "skóginum".
Garðurinn býður upp á góða hreyfingu og skemmtilega leiki. Útivera eflir hreyfigetu, orku og heilbrigði.
Það er merkisdagur þegar börn eiga afmæli. Þá er bökuð kaka í leikskólanum.
Leikskólinn Steinahlíð | Suðurlandsbraut | 108 Reykjavík
s: 553 3280 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | Sendu okkur línu | Innskráning