Fræðsla um umhverfismál fer fram í gegnum daglegt starf í leikskólanum hún er hluti af okkar daglega lífi og brýnt er fyrir starfsfólki að hafa orð á og útskýra fyrir börnunum hvers vegna við þurfum að gæta að umhverfi okkar. Hlutverk hins fullorðan hlýtur þó alltaf að vera fyrst og fremst góð fyrirmynd.
Leikurinn er hið eðlilega tjáningarform barnsins og hann er jafnframt aðal þekkingar- og námsleið barnsins. Leikurinn er skapandi og endurspeglar reynslu, þekkingu og tilfinningar barnsins. Leikurinn gefur barninu betri innsýn í lífið og tilveruna, í gegnum leikinn glímir barnið við umhverfi sitt og daglegt líf. Í leik lærist samvinna og samskipti, að deila með öðrum og skiptast á.
Stór hluti af daglegu starfi í Steinahlíð fer fram utandyra. Hér hafa börnin tækifæri leika sér í náttúrulegu umhverfi, klifra í trjám, ganga á þúfum og leika sér í "skóginum".
Garðurinn býður upp á góða hreyfingu og skemmtilega leiki. Útivera eflir hreyfigetu, orku og heilbrigði.
Leikskólinn Steinahlíð | Suðurlandsbraut | 108 Reykjavík
s: 553 3280 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | Sendu okkur línu | Innskráning