-
Nánar
- Áhersla er lögð á að börn og starfsfólk umgangist umhverfi sitt með virðingu og af alúð.
- Börnin læra að þekkja sitt nánasta umhverfi og það líf sem þar þrífst.
- Hlutverk starfsfólks er að vekja undrun og forvitni og fræða börnin.
- Við ræktum grænmeti, blóm og tré. Þannig fá börnin að sjá og upplifa t.d. hvernig fræ verður að plöntu og hvernig við nýtum okkur náttúruna/umhverfið.
- Það grænmeti sem við ræktum er lífrænt og einnig er að hluta til keyptur inn lífrænt ræktaður matur.
- Við flokkum sorp og gætum þess að sem minnst fari frá okkur af óendurnýtanlegu sorpi.
- Við gætum þess að þau efni sem við notum til þrifa og þvotta hafi sem minnst skaðleg áhrif á náttúruna. Notaðir eru örtrefjaklútar og þannig dregið úr sápunotkun.
- Við gætum þess að fara sparlega með vatn og orku.
- Við ræðum við börnin um samgögur og farartæki. Hvaða samgögnuhættir séu góðir/slæmir fyrir umhverfið.
- Við leitumst við að auka sjálfbæran lífsstíl t.d. með því að endurnýta og endurvinna þar sem hægt er í leikskólanum og með því að leggja áherslu á að kaupa innlenda vörur þegar þess er kostur.